15.10.2008 | 17:06
æ ég veit thad ekki,svei mér thá
Veit ekki alveg hvad ég er ad hugsa thessa dagana. Mér finnst sama hvar mig ber nidur á netinu thá er eitthvad svo ømurlegt ad lesa. Ad lesa fréttir af Islandinu góda i fjølmidlum annarra landa, eru langt i frá gódar og eftir thvi sem lengra dregur i thessu "gjaldthroti" íslands thá kemur meiri skítur uppúr krúsinni. En ég virdist vera eitthvad á skjøn vid marga. Ég er komin med væmnisklígjuhroll af øllum emailum og pistlum um hvad allir eigi ad knúsa hvort annad,standa saman og vera vinir og svo thegar ég kem hingad inn núna til ad blogga..hvad er thá fyrsta sem ég sé á skilabodasídunni : bloggarar geta nú sent hvorum ødrum knús til ad styrkja vináttuna fyrirgefid medan ég æli..with all du respect sko, allt gott og blessad ad knúsa fólk og kyssa. En á réttum forsendum. Vid allar fréttirnar heimanad um hvernig er komid fyrir landi og thjód thá fyllist ég ekki nokkurri løngun ad KNÚSA nokkurn mann...ég fyllist REIDI i gard theirra sem bera ábyrgd og eru ekki ad taka ábyrgd gerda sinna. Sitja enn á sinum feitu hestum væntanlega,nema thá kannski Lúxemborskum hestum núna..og get ekki séd ad nokkur madur beri ábyrgd á "falli" landsins. Jú einn bankarádsmadur i Sedlabankarádi sagdi af sér. Húrra fyrir henni. En ekki hafa fleiri haft vott af virdingu fyrir sinni thjód og gert hid sama. ALA DAVÍD ANDSKOTANS ODDSON..get vart skrifad thetta nafn mikid djøfull getur thessi madur kollridid øllu í kakóid og aldrei thurft ad skeina á eftir árum saman og the story continous bara.
Svo finnst mér úti høtt sumar fréttir af dønskum "frændum" okkar....só sorry,trúi ekki fyrir mitt litla lif ad kort séu klippt hjá fólki af theirri einu ástædu ad thau séu frá Islandi. Og jú jú,ég efast ekki um ad thad hlakki i sumum dønum, en thá held ég thad séu bévítans hvítflibbarnir hérna sem nú hlægja af hamførum theirra islensku thvi ég hef ekki ordid vør vid NEITT annad en ad hinn almenni dani sýni okkur bara skilning og fólki hér finnst thetta hrædilegt sem uppá er komid. Allavega hér i mínu nánasta umhverfi finnst fólki thetta ekki sérstaklega snidugt eda "gott á landann" eins og einhver ordadi thad. Held vid ættum ad hafa meiri áhyggjur af stødu mála i bretlandi en hér i danmørku, thar virdist annar eins bjálfi opna á sér kefann óvarlega eins og vid kønnumst nú vid heima á Islandi...
en krapp,thetta átti ekki ad verda pirringsblogg...ég bara gerdi i buxurnar af pirringi thegar ég sá skilabodin hér á bloggsidunni...held ad islendingar ættum ad verda adeins REIDARI heldur en ad hugsa mest um ad kyssast og knúsast ,standa saman i hremmingunum,,jú jú gott og vel...en kannski ættum vid ad standa saman og fara ad láta HAUSA FJÚKA HEIMA !!! fjandinn sjálfur...
Mikid vona ég heitt og innilega ad eitthvad af viti fari ad gerast i framhaldinu, menn eiga ekki ad komast upp med hvad sem er,thad hefur verid alltof algengt heima ad allur fjandinn er samthykktur thar sem annars stadar i heiminum eru menn( og konur) látinn segja af sér og thad strax. Thad væri thad eina jákvæda sem madur gæti fengid i næsta fréttatima held ég.
En nú er ég hætt ad bølsótast, ætla ad fá mér ad éta og gefa Gengis Kahn eitthvad i gogginn..tómt kæruleysi bara..rýkur úr rakkatinu á mér hérna vid tølvuna..svo mikid ad thau héldu ad nú væri eitthvad agalega gott i matinn...ennn...gott ad rjúka thessu úr rakkatinu á mér..
Annars nokkud gód bara og lifid gengur sinn vanagang..ég er ekkert ad missa svefn yfir thessu..en ef ég fæ enn einn meilinn um " knúsum hvort annad" thá GARGA ég svo hátt ad ég missi thvag hafid thad gott...kvedja hédan..Maja og co..
vinir mínir
bloggsídur vina og ættingja
-
Lovísa Hilmars..og Eyrúnar
Lobba bloggar... - Maria Gudm...gamla bloggid
-
vinir mínir
Elísa hans Einars Sveins og Erian -
vinir mínir
bloggsída Rutar -
vinir mínir
Gudrún Erla og Aron -
vinir mínir
Barnalandssida Lovísu hennar Njólu -
vinir mínir
Sissú módursystir bloggar -
vinir mínir
bloggsida báru
Tenglar
Ýmislegt
- Fréttir og flr.
- Jyllands posten
- Aarhus kommuna
- Vedrid i Danmörku
- Bilka
- Íslendingafélagid í Århus
- HIK fodbold klub
Myndasídur
Sídur med myndum frá okkur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Nóvember 2013
- September 2013
- Maí 2013
- Desember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Desember 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Athugasemdir
sorry en knús
Líney, 15.10.2008 kl. 17:21
Úff .. hver er að blogga núna? Jósefína, Karólína, Ingiríður eða Sirrý ... eða hvað allir geggjuðu geðklofarnir þínir eru kallaðir???
Æi, ég er sammála þér - vil sjá hausa fjúka hérna - fyrst og fremst hausinn af Landspabba sem er það versta sem komið hefur fyrir íslenska þjóð!
Annars væri ég líka til í að sjá hausana fjúka af þessum undarlegu kerlingum sem búa í kollinum þínum - og fá þessa einu sönnu ruglukollu fram á sjónarsviðið!
Off with the head ... annars - knús í þitt hús skottið mitt!
Tiger, 15.10.2008 kl. 19:50
Já það var vitað að þessi maður myndi einn daginn verða virkilega til vandræða ég sagði það um leið og hann varð forsetisráðherra. Og þar hafið þið það.
En elsku kjéllingin mín heljarknús og klemm héðan úr sveitinni.
JEG, 15.10.2008 kl. 23:05
Guð hvað ég elska þegar þú ert brjaluð
En ég er sammála þér með Danan. Ég hef ekki orðið vör við neikvæðni í garð íslendinga allmennt frá fólkinu hérna niðurfrá. allir ósköp kammó eins og venjulega.
Nú ætla ég að senda þér heljarinnar knús, eins og ég er vön, og það knús kemur íslenskri efnahagskreppu ekki baun í bala við.
Hulla Dan, 16.10.2008 kl. 08:48
sko, ekki misskilja, allt i gúddí med thessi vanalegu,vinalegu kvittknús en thessi knússtería er ad fara med mig á øllum vígstødvum hægri vinstri...
Liney, takk fyrir kvittid og knúsid
Tiger, held thetta sé Ingirídur...passar vid soddan gedbilun er varla enn búin ad jafna mig..en tók samt pillurnar sko og já,takk fyrir KNÚSID
Jeg...Dabbi kúkalabbi aldrei verid annad en til vandræda finnst mér...kemst bara alltaf upp med thad..og já..takk fyrir KNÚSID
Hulla: já svona bilun poppar upp hjá mér af og til er ad róast samt... og já,takk fyrir kreppulausa KNÚSID thau eru i lagi sko..
takk fyrir innlitin og kvittin, alltaf jafn gaman ad "sjá" ykkur
María Guðmundsdóttir, 16.10.2008 kl. 15:03
KNÚS, múha.
Góða nótt Maja mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 23:52
Takk fyrir bloggin undanfarið. Hef ekki haft heilsu til að fara í tölvuna fyr en nú. Búinn að vera með lungnabólgu og alles,en allt á góðu róli núna.Nú eru íslendingar komnir með breska lögfræðinga í málin og verður trúlega farið fram á mjög háar bætur,sem þeir telja að við eigum að fá. En annars bara allt við það sama hér,bestu kveðjur og knús á liðið,
Pabbi (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 13:06
Innlitskvitt og knús
Líney, 17.10.2008 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.