Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
21.8.2011 | 19:41
afmælisdagur elsku ømmu Møggu er i dag.
Ákvad ad birta hér minningargreinina sem ég skrifadi til hennar á sínum tima. Blessud sé minning thin elsku amma, sakna thin enn thann dag i dag ,thú kenndir mér svo margt um lífid og tilveruna og ad thvi bý ég alla ævi Kjarnakona sem thú varst , og thad med STÓRU KÁI !
"Margrét Hallgrímsdóttir fæddist á Seyðisfirði 21. ágúst 1918. Hún var eitt af tíu börnum hjónanna Hallgríms Ólasonar og Maríu Guðmundsdóttur frá Skálanesi við Seyðisfirdi. Hún lést thann 19 ágúst 2005. Elsku Magga amma er dáin. Veit ég að þú varst hvíldinni fegin, enda búin að vera tæp til heilsunnar undanfarið og varstu búin að óska þér að fá að fara yfir móðuna miklu til hans afa, sem ég veit að hefur tekið vel á móti þér. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá mér, og að börnin mín hafi fengið að kynnast þér og umgangast eins og raun bar vitni. Það var alltaf gott að koma heim til þín, sama hvar þú bjóst, alltaf var tekið vel á móti manni og stjanað við mann í hvívetna,og man ég eftir sem krakki að það var ekki ósjaldan kók í dós og kit kat sem beið manns þegar maður kom við hjá þeim hjónum, sérstaklega þegar afi var nýkominn úr siglingum. Eins var tekið á móti langömmubörnunum, alltaf boðið uppá kók og súkkulaði og þeim leiddist það nú ekki, enda vildu þau alltaf fá að koma með til langömmu. Þú hafðir nú gaman af því að fá okkur til þín, tala nú ekki um ef við gátum horft á einn fótboltaleik saman, og það var unun að fylgjast með þér æsa þig upp og láta þá heyra það ef þínir menn voru ekki að standa sig. Minningarnar streyma yfir mig er ég skrifa þessar línur, en væri nú of langt mál að ætla að hafa þær allar hér, en það sem er mér svo kært er að þegar ég var stelpa þá voru þær ófáar næturnar sem ég gisti hjá þér og við lágum uppí hjónarúmi og lásum bækur um miðla, ævisögur kvikmyndastjarnanna og þ.h. og ekki var ég nú gömul þá, kannski um tólf ára aldurinn, og vissi ég ansi mikið um málefni sem mínir jafnaldrar kunnu engin deili á, og það átti ég þér að þakka, þú hafðir alltaf tíma fyrir mig og lést mig alltaf finna að maður væri svo innilega velkominn á þínu heimili. Ég verð nú líka að minnast á spilakvöldin okkar forðum, þar sem fjölskyldan sameinaðist í spilamennsku, þá var tekinn kani og við Einar Sveinn bróðir fengum alltaf að vera með, og þú hafðir nú sérstaklega gaman af því ef að við náðum að vinna þá fullorðnu, þá hlakkaði í þér og þú varst stolt af þínum. Fjölskyldan var þér alltaf svo mikilvæg, þú hefðir gengið gegnum eld og brennistein fyrir okkur hin og innprentaðir manni það frá upphafi að fjölskyldan ætti að vera númer eitt. Þú skilur svo mikið eftir þig, elsku amma, arfleifð sem við búum nú að og gleymum aldrei, þín mun örugglega lengi vera minnst, þú áttir svo margt gott að gefa, ég tala nú ekki um orðheppni þína og skemmtilegar tilvitnanir, s.s. "Jesús minn á fimmtán krónur" og þessháttar orðatiltæki sem fáir þekkja, en við fjölskyldan farin að nota í okkar daglega máli og vitum okkar á milli hvað þýða. Einnig kvaddirðu mann oft með þessum orðum "bið að heilsa ef ég skyldi vakna hinum megin á morgun". Þú varst nú heldur ekki vön að skafa neitt af hlutunum, þeir voru bara látnir hafa það sem áttu það inni, og oftar en ekki glotti maður útí annað þegar þú varst í stuði, og hafðir þú sjálf gaman af þegar maður var ekki hár í loftinu og farin að þræta við foreldrana, þá hlóst þú og sagðir "henni kippir í kynið" og hafðir manna mest gaman af því þegar maður var að þrasa við karl föður sinn. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín alveg óhemju mikið, stundanna okkar við eldhúsborðið, þar sem við drukkum kaffi í lítravís og reyktum á okkur gat, spjölluðum um heima og geima, því alltaf gat maður rætt um alla hluti við þig, hvort sem það varðaði fjölskylduna eða einkamál, þú hafðir alltaf eitthvað til málanna að leggja. En nú eru þessar stundir í minningunni og munu lifa þar um ókomin ár, eða þangað til við hittumst næst. Blessuð sé minning þín, elsku amma Magga, ég veit þér líður vel á betri stað.
Ástarkveðja, þín sonardóttir María Guðmundsdóttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2011 | 19:06
Sumarid ad verda búid...
Ekki fer thad i søgubækurnar sem besta bongósumar ever en, jújú, høfum fengid alveg góda spretti inná milli og thá hefur madur smurt sig i sólblómaolíu og legid flatur á stéttinni hér á terrasinu ok næstum thvi...
En vid høfum haft thad bara asskoti fínt.. Vid gamla settid høfum svosem ekkert verid á straujinu hingad og thangad, nema thá til ad sækja eda keyra ungana sitt á hvad...Fórum jú til Køben tharsidustu helgi bara thrjú,vid og Ruttan..en Mikkinn var jú ad keppa á stóru móti svo vid drusludumst med ad horfa á kauda..og svo tekinn rúntur med skriddrekann i dýragard, loksins!!! blessad barnid ordid háaldrad..( ad eigin søgn) og ekki ENN búin ad fara i dýragard hvurslags foreldrar thetta eru! En allavega, thad var jafn mikil upplifun fyrir okkur og hana , høfdum hvorugt séd mørg af thessum dýrum svona LIVE..og áttum jafnvel erfidara en hún ad hemja okkur af føgnudi... ok..ekkert á hverjum degi sem madur sér ísbirni halló....svo lái mér hver sem vill....en ad sama skapi daudvorkenni ég greyjunum ad hanga tharna alla daga og geta sig varla hreyft..
En thad var s.s okkar stóra upplifun i sumarfríinu...svo fór Hanna á thridjudeginum á kamping med vinnufélaga minum en hún á dóttur sem er gód vinkona Hønnu og fara thær svo saman í "núllta" bekk eftir helgina og thar skemmti hún sér konunglega alveg framá føstudag. Mikael yfirgaf okkur á fimmtudeginum og strauk til Englands ad spila fótbolta hjá Aston Villa og sidustu fregnir herma ad hann hafi stadid sig mjøg vel og bara úberánægdur med dvølina og hver veit nema hann fari aftur sidar...sjáum hvad setur Eva fór á fótboltamót á føstudag framá sunnudag og Frimann er i århus framá morgundaginn..svo hér sitjum vid gamla slettid ein med Ruttunni i kvøld..kunnum varla á thetta ad vera bara med einn krakkagemling i rólegheitunum vitum varla hvad vid eigum af okkur ad gera ...liggur vid ad vid séum farin ad banka á herbergishurdina hjá henni og bjóda henni adstod ..eda hvort vid megum vera med i leiknum ok..ekki alveg..en næstum..
Nú er madur bara farin ad andlega gera sig kláran i hversdaginn..hann bankar uppá´á mánudaginn, held bara ég sé nokkud klár i slaginn. Alltaf gott ad vera i fríi..en thad verdur gott ad allir fara aftur SNEMMA ad sofa..eda svotil..misjafnt hvad vid køllum snemma ad sofa ekki satt..en á thessu heimili er thad ellefu thá eigum vid hjónakornin allavega séns á ad eiga klukkutima fyrir okkur sjálf..thad er ad segja ef hún ég larfurinn get hangid vakandi til ellefu sjálf ekki alltaf svo brøtt sjádu til...en stundum med svona eins og sex bollum af kaffi held ég út og thá er hægt ad ...sjúddírarírei...sjúddíraríra....nei ok...TALA SAMAN nema hvad... En svona er thad thegar madur á ordid fullordna grislinga..aldrei fridur...ætla bara rétt ad vona ad thau haldi okkar samninga, engin ømmubørn fyrir fimmtugt!!! thá fæ ég kannski nokkur ár i smá flippi ádur en thad hlutverk bankar uppá eg er svo hrikalega ung i anda ad ég verd ekki tilbúin fyrr sko...og hverjum liggur svosem á..ætla ad vona ad ormarnir minir hafi áhuga á ad upplifa eitthvad spennandi og gera eitthvad ádur en farid verdur i thann pakka, annars verdur bara séd eftir thvi.
En jæja..má ekkert vera ad thessu bulli thurfti bara adeins ad setjast nidur eftir skokk kvøldsins, já minns er ad skokka af og til, asskoti grobbinn sko..og reykingalungun eru øll ad koma til..fer lengra og lengra i einu án thess ad thurfa ad kippa kútnum i kefann á mér svo thetta er vist hægt ad thjálfa upp segdu. Enda veitir ekki af ad hreyfa sinn feita rass...svona sérstaklega thegar minni leidist nú ekkert ad kroppa i nammiskálar reglulega....eda køkur....eda vinarbraud..og svo mætti leeeeeeeeeeeeeeeeeeeeengi telja en jæja, eigid góda helgina...og góda sumarrest..knús og kram hédan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
vinir mínir
bloggsídur vina og ættingja
-
Lovísa Hilmars..og Eyrúnar
Lobba bloggar... - Maria Gudm...gamla bloggid
-
vinir mínir
Elísa hans Einars Sveins og Erian -
vinir mínir
bloggsída Rutar -
vinir mínir
Gudrún Erla og Aron -
vinir mínir
Barnalandssida Lovísu hennar Njólu -
vinir mínir
Sissú módursystir bloggar -
vinir mínir
bloggsida báru
Tenglar
Ýmislegt
- Fréttir og flr.
- Jyllands posten
- Aarhus kommuna
- Vedrid i Danmörku
- Bilka
- Íslendingafélagid í Århus
- HIK fodbold klub
Myndasídur
Sídur med myndum frá okkur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Nóvember 2013
- September 2013
- Maí 2013
- Desember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Desember 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008