20.9.2008 | 11:45
félagslega heft eda??
Ég er alvarlega farin ad hallast ad thvi ad ég sé félagslega heft málid er ad ég er gjørsamlega ad BILAST á thessu radhúsadæmi hérna Ég bara get ekki búid svona lengur, thetta er ad fara med gedheilsuna hjá mér...ég fer kannski út med kaffibollann og sígó ad morgni..thá kemur einhver framhjá ad labba med hund eda whatnot...fer svo aftur út um hádegid..thá koma krakkarnir i hverfinu.."megum vid leika vid hundinn,megum vid hoppa á trampólininu,megum vid leika vid Hønnnu" og gud má vita hvad. Ég bara høndla ekki svona áreiti ALLTAF..eina leidin er ad ég trodi mér úti hornid ad framanverdu,fullu af drasli og sitji thar i keng med kaffi og sígó bara til thess ad ENGINN sjái mig né heyri...og thori vart ad reka vid svo enginn mæti til ad ræda vid mig.. nei thetta nábýli er ad fara med mig...ég er bara ekki sú týpa sem get haft allt inná gafli hjá mér, tala nú ekki um thegar madur er búinn ad vera ad vinna á leikskóla alla vikuna,thá er ég ekkert ad RIFNA úr spenning ad fá fleiri stykki af krøkkum hingad inn,eda inní gard ..bara get allteins unnid lengur á leikskólanum thá...
En ónei..ég bara get ekki bedid eftir ad thessi námstími lídi svo vid getum farid ad gera pløn..ef minn draumur yrdi ad veruleika thýddi thad hús uppí sveit..med smá landi med...svo ég geti haft minn hund...jafnvel hunda...og ketti og whatnot ...og ekki helvítis hús i mílu fjarlægd..bara ró og fridur thegar mann kemur heim..útá terrasid med kaffid og ekkert nema bíbí og blaka i kring..gud minn gódur hvad ég thrái svona lif..ég vil bara geta valid hvenær ég vil hafa fólk i kringum mig og hvenær ekki..hér er ALLTAF lif og fjør i kringum húsid..krakkar ad leika á bilaplaninu og útum alla garda..madur fer ekki út nema heyra samtøl fólks sem madur á ekker erindi ad heyra..thetta er bara eins og ad búa á fokkings BSÌ og ég sem hef alltaf verid frekar einhverf( algerlega án gríns gagnvart einhverfum) ég hef alla tid thurft mikinn prívattima og frid og ró..já hahaha...ég á samt fjøgur børn..en thad er nú ekki alltaf fjandans stormur hér innanhúss thótt thad bregdi oft vindhvidum en thá kemur nú fyrir ad Gengis Kahn eru ad dúlla sér sjálf inní sinum herbergjum svo madur á smá nædi hér nidri..ótrúlegt en satt...
Svo ég held i vonina um mitt sveitasetur,mina hunda,ketti,tré og gras og bibi og blaka...thad heldur mér gangandi á svona døgum hvort sem thad rætist edur ei..eda hvort thad verdur hér í skógi thetta setur..eda á hálendi islands ..thad verdur bara ad koma i ljós sidar...ég bara veit fyrir vist..thegar ég fer úr thessu húsi verdur thad EKKI í sambýli
Annars er ég bara búin ad vera ad thrifa helvitis húsid i morgun..já madur er ekki fyrr búin ad klára á tannlæknastofunni en thegar madur tharf ad byrja hér í svinastíunni..af nógu ad taka..svo thad hafdist med herkjum og mikilli gedvonsku..uss hvad mér verdur alltaf fljótt úr verki thegar gedvonskan er med i før urra hlutunum af á nótæm....svo nú er official helgarfrí...áttum reyndar ad vera á leik i morgun..en honum var aflýst ..svo thad gafst meiri timi i thrif... jibbíjæjei...
Ennnnn vonandi erud thid ad njóta helgar....og vonandi fýkur landid ekki burt...bara sonna ef manni dytti í hug ad kikja i heimsókn..thá er nú betra ad vita hvar thad er...en hafid thad gott...kvedja frá Harlev..Maja og co
vinir mínir
bloggsídur vina og ættingja
-
Lovísa Hilmars..og Eyrúnar
Lobba bloggar... - Maria Gudm...gamla bloggid
-
vinir mínir
Elísa hans Einars Sveins og Erian -
vinir mínir
bloggsída Rutar -
vinir mínir
Gudrún Erla og Aron -
vinir mínir
Barnalandssida Lovísu hennar Njólu -
vinir mínir
Sissú módursystir bloggar -
vinir mínir
bloggsida báru
Tenglar
Ýmislegt
- Fréttir og flr.
- Jyllands posten
- Aarhus kommuna
- Vedrid i Danmörku
- Bilka
- Íslendingafélagid í Århus
- HIK fodbold klub
Myndasídur
Sídur med myndum frá okkur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Nóvember 2013
- September 2013
- Maí 2013
- Desember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Desember 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Athugasemdir
Já þú þarft greinilega að komast í sveitina mín kæra og skella tásunum uppí loft og sleikja friðinn. Æj hvað ég skil þig vel þetta með nábýlið og allir að stinga nefinu oní koppinn hjá manni. Arrgghh......pirr.
Veðrið skárra en þó ekki nein blíða. Allt á floti og menn að missa lömb og rollur í ár og ár flæða upp og drekkja fé í hólfum. Fólkið er farið af stað að smala hér og verður að smala valega svo féð stökkvi ekki í árnar.
Kveðja og knús úr sveitinni.
JEG, 20.9.2008 kl. 11:52
Hvaða geðvonska er þetta, þú ert nú með svo frábæra naboer þarna beint á mót, kikkaðu í kaffi á rugluna á 315 og þú verður endurnærð
En svona án gríns, þá væri fínt að vera bara vitavörður á Hornbjargi, ekkert að bögga mann nema maður sjálfur.
Megirðu eiga góðan lördag í friði fyrir börnum og alls kyns liði sem böggar mann.
Einar Sveinn (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 12:40
Takk fyrir bloggið. Manni verður eitthvað til eins og gamla sagði svo oft. Það rætist úr þessu með vorinu,sem verður komið áður en þú veist af. Þá koma nýjar áskoranir og ný tækifæri. En vonandi eigiði bara góða helgi og komandi viku. Skýrist á morgun hvort Keflavík verður meistari,ef þeir fá stig á útivelli á móti FH,þá eru þeir meistarar. En bara bestu kveðjur úr Njarðvík.
pabbi (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 12:55
Maka mín, hugsaðu þér hvað þú ert heppin dúllan mín að eiga heima í fínu raðhúsi.
Stundum á maður að muna eftir því sem maður hefur og ekki eftir því sem vantar.
Ég veit ég er leiðinleg, en er bara að vona að þér líði aðeins betur.
Knús á þig villingur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2008 kl. 13:41
Jeg: já,daudøfunda thig af sveitinni,rollunum og det hele, hlýtur ad vera svakalega róandi stadur
Einar Sveinn: segdu..hvad madur er ad røfla..med svona edalfólk til ad kikja i kaffi til og án thess ad thurfa ad fara útur eigin gardi....
Pabbi:Já thetta gengur yfir eins og flest pirringskøst hjá mér...en gangi ykkur vel i boltanum í dag,vonandi ná Keflvíkingar bara ad tryggja sér titilinn knus og kramm i Njardvikina.
Jenný: veistu thetta er alveg hárrétt hjá thér, og hef ég reynt ad tileinka mér thetta mottó...en skauta stundum útaf beinu brautinni og thú ert aldrei leidinleg Jenný, bara "spot on" knus á thig tilbaka.
Takk fyrir ad lesa og kvitta,hafid gódan sunnudag,knus og kram á linuna
María Guðmundsdóttir, 21.9.2008 kl. 07:23
Jesússss...ég ætla sko ekki að láta líða svona langt á milli aftur!! nætum 2 vikur!! maður verður bara hræddur um að þú farir bara yfirum á svona löngum tíma á meðan þú býrð þarna í gervahverfi....
En ég er að skríða saman:o) og verða reddý í bloggheiminn....
baraing (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 16:22
æ gott ad "heyra" frá thér Bára min,madur var nú farin ad fá smá fráhvørf sko.. já og ég kikka daglega á siduna hjá thér og vonast eftir fregnum af litlu princess og auddad ykkur øllum lika og kannski fleiri myndum....madur má nú vona..
en nei nei,gedheilsan svona lala...en ég veit ég tholi ekki vid lengur en fram til vors..thá vil ek út! en...tholinmædi er kostur stód einhversstadar...og ég er ENN ad reyna ad tileinka mér thad
María Guðmundsdóttir, 21.9.2008 kl. 16:37
Hæ, jæja á ég ekki að koma til þín og gefa þér smá nudd og andlits treatment
Ég öfunda þig að þú ert með börnin þín með þér, ég óska þess að krakkarnir mínir voru hjá mér og ég get knúsað þau. Þú ert mjög heppin að þú getur kyssað og knúsað börnin þín á hverjum degi.
Bið að heilsa ykkur og við sjáumst vonandi bráðum, ef þið eruð á leiðinni hér þá er bara að láta mig vita
Erian mágkona (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 16:41
Já ég lifi sem sagt lífinu sem þig langar í :) Kisur, kanínu og hænur út um allt. Muhahahha.
Það er líka vel pláss fyrir fleiri í sveitinni minni :)
Draumur í dós... þar til maður áttar sig á að maður þarf bíl til alls fjandans... Keyra gaurana í skólann, iþróttir, til vinanna. Ef vantar mjólk eftir 17, þá þýðir það 6 í stað 3 km keyrslu, og komon við erum íslendingar og verslum ekki allt fyrir kl 17.
En ég mundi aldrei vilja skipta á blokk eða raðhúsi.
Vona að þið komist í sveit sem allra fyrst.
Hulla Dan, 21.9.2008 kl. 17:13
haha jú takk Erian min thad væri ædi LIGE NU... en já,ég er thakklát fyrir thessa orma mina,thótt thau geti nú verid grútur inná milli..hehe en hvada børn eru thad ekki.Vonandi færdu thin bara til thin sem fyrst, thau sakna mømmunnar sinnar ekki sidur og já,bjalla nú ef ég á leid til Køben...og thú manst nú ad lestin er BARA 3.tima til Århus..
Já Hulla...væri sko mikid til i allan thinn pakka...thótt thad thýdi skutleri hingad og thangad med krakkana...held thad hljóti ad vera thess virdi fyrir andlegan frid...eller hva??? svo nú bid ég bara og vona,hver veit nema ég fái "mína sveit" einhvern daginn
María Guðmundsdóttir, 21.9.2008 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.